Viðskipti innlent

Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á leið til fundarins ásamt samstarfsmönnum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á leið til fundarins ásamt samstarfsmönnum. Vísir/Vilhelm
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. Eyjan greindi fyrst frá.



Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að fundurinn sé að frumkvæði bankaráðsins og að uppgefið tilefni sé ósk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um skýringar á Samherjamálinu svokallaða. Þorsteinn mun mæta á fundinn ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum Samherja sem og lögmanni fyrirtækisins.

Fyrr í mánuðinum ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.

Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst.

Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóri þurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu. Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna málsins.


Tengdar fréttir

Krefst skýringa frá Seðla­bankanum vegna Sam­herja­málsins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×