Jólalegt í Köben Guðrún Vilmundardóttir skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar