Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2018 23:32 Gunnar Bragi Sveinsson fór mikinn í kynningu fyrir Rakarastefnuráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna árið 2015. Fréttablaðið/GVA „Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því.“ Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í ársbyrjun 2015. Fréttina má sjá hér að neðan en ummælin eru athyglisverð í ljósi fregna í kvöld af orðavali Gunnars Braga, núverandi þingmanns Miðflokksins, að sumbli með kollegum sínum úr flokknum og Flokki fólksins á dögunum.Tilefni viðtalsins árið 2015 var að handan við hornið var tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum Íslands og Súrinam um jafnréttismál.Gunnar Bragi flutti erindi á ráðstefnunni sem sjá má hér. Ummælin eru áhugaverð þegar þau eru sett í samhengi við ýmislegt sem Gunnar Bragi lét falla í samtali við þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins á bar á dögunum. DV og Stundin hafa undir höndum upptöku sem barst miðlunum nafnlaust þar sem heyrist tal þingmannanna. Meðal þess sem fyrrnefndir miðlar hafa eftir Gunnari Braga eru eftirfarandi ummæli:Oddný Harðardóttir segir í samtali við fréttastofu að ummæli Gunnars Braga dæmi sig sjálf.Um Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar:„Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum:„Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“Í samtali þar sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar.„Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi.Þá á hann að hafa kallað Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“.Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.Gunnar Bragi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í kvöld. Flokksfélagi hans og formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir alvarlegt ef leynileg hljóðupptaka hafi verið gerð af persónulegu samtali þingmanna. „Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tjáir sig um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tímum í færslu á Twitter. Þar rifjar hann upp ræðu Gunnars Braga undir liðnum Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu þann 20. september. „Ég held að hvert og eitt okkar þurfi að horfa inn á við og velta því fyrir sér að við getum hugsanlega borið ábyrgð á því að traustið hefur minnkað. Reglur laga ekki það hvernig við tölum hvert um annað, hvernig við tölum um Alþingi eða hvernig við komum fram hér. Það eru engar reglur sem munu koma í veg fyrir að menn láti út úr sér alls konar þvælu sem engin rök geta stutt. Það er vitanlega best að vera bara hreinskiptinn og heiðarlegur, segja satt, vera sannsögull, standa við loforðin og tala ekki hvert annað niður. Ég held að það sé það sem mestu skiptir,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tíma segir Andrés: „Dagamunur á stráknum.“ Alþingi Súrínam Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
„Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því.“ Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í ársbyrjun 2015. Fréttina má sjá hér að neðan en ummælin eru athyglisverð í ljósi fregna í kvöld af orðavali Gunnars Braga, núverandi þingmanns Miðflokksins, að sumbli með kollegum sínum úr flokknum og Flokki fólksins á dögunum.Tilefni viðtalsins árið 2015 var að handan við hornið var tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum Íslands og Súrinam um jafnréttismál.Gunnar Bragi flutti erindi á ráðstefnunni sem sjá má hér. Ummælin eru áhugaverð þegar þau eru sett í samhengi við ýmislegt sem Gunnar Bragi lét falla í samtali við þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins á bar á dögunum. DV og Stundin hafa undir höndum upptöku sem barst miðlunum nafnlaust þar sem heyrist tal þingmannanna. Meðal þess sem fyrrnefndir miðlar hafa eftir Gunnari Braga eru eftirfarandi ummæli:Oddný Harðardóttir segir í samtali við fréttastofu að ummæli Gunnars Braga dæmi sig sjálf.Um Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar:„Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum:„Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“Í samtali þar sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar.„Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi.Þá á hann að hafa kallað Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“.Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.Gunnar Bragi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í kvöld. Flokksfélagi hans og formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir alvarlegt ef leynileg hljóðupptaka hafi verið gerð af persónulegu samtali þingmanna. „Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, tjáir sig um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tímum í færslu á Twitter. Þar rifjar hann upp ræðu Gunnars Braga undir liðnum Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu þann 20. september. „Ég held að hvert og eitt okkar þurfi að horfa inn á við og velta því fyrir sér að við getum hugsanlega borið ábyrgð á því að traustið hefur minnkað. Reglur laga ekki það hvernig við tölum hvert um annað, hvernig við tölum um Alþingi eða hvernig við komum fram hér. Það eru engar reglur sem munu koma í veg fyrir að menn láti út úr sér alls konar þvælu sem engin rök geta stutt. Það er vitanlega best að vera bara hreinskiptinn og heiðarlegur, segja satt, vera sannsögull, standa við loforðin og tala ekki hvert annað niður. Ég held að það sé það sem mestu skiptir,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður um ólík orð Gunnars Braga á ólíkum tíma segir Andrés: „Dagamunur á stráknum.“
Alþingi Súrínam Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01