Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 10:56 Á þinginu nú rétt í þessu en þar er loft lævi blandið eftir að ummæli þingmanna Flokks fólksins og Miðflokksins voru opinberuð. visir/vilhelm Nokkrar þingkonur munu koma saman nú klukkan 11:30 til að ræða afar gróf ummæli um sig sem féllu á hinum fræga fundi Miðflokksmanna og þingmanna Flokks fólksins. Þetta kemur fram á RÚV en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem er ein þeirra sem farið er um afar ófögrum orðum staðfestir þetta. Hún segir reyndar ummælin dæma sig sjálf og að hún vilji ekki setjast í dómarasæti.Sæta stelpan hún Áslaug Vísir náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún er að skoða málið. Samkvæmt heimildum Vísis er hún hin unga Sjálfstæðiskona sem nefnd er í umræddu rausi, að hún væri sæt stelpa sem farið væri að falla á.Gunnar Bragi býður Ingu Sæland hönd sína á þinginu nú í morgun.visir/vilhelmAðrar sem fengu að vera sérstaklega á milli tanna þingmanna þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins, voru þær Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu og svo Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkonu, sem nú starfar fyrir þingið. Oddný er algjör apaköttur Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu hefur sagt að ummælin vitni um stæka kvenfyrirlitningu. Oddný hefur einnig sagt, í samtali við Vísi, að ummælin dæmi sig sjálf. En um hana sagði Gunnar Bragi: „Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“ Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“ Anna Kolbrún Árnadóttir leggur það til málanna, á téðum Klaustursfundi, að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar. „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi. Hann hefur reyndar sagt í dag að hann hafi orðið steinhissa þá er hann heyrði í sjálfum sér. En, hann kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“. Meðal þeirra ummæla sem Bergþór lét falla um Ingu Sæland var svo að hún væri „húrrandi klikkuð kunta“. Bergþór hefur beðið Ingu afsökunar á ummælum sínum en hún segist vilja fyrirgefa það en vill sjá hvað dagurinn ber í skauti sínu. Þó allar þær sem þegar hafa tjáð sig segi að ummælin dæmi sig sjálf bendir flest til þess að við þau verði ekki búið. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nokkrar þingkonur munu koma saman nú klukkan 11:30 til að ræða afar gróf ummæli um sig sem féllu á hinum fræga fundi Miðflokksmanna og þingmanna Flokks fólksins. Þetta kemur fram á RÚV en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem er ein þeirra sem farið er um afar ófögrum orðum staðfestir þetta. Hún segir reyndar ummælin dæma sig sjálf og að hún vilji ekki setjast í dómarasæti.Sæta stelpan hún Áslaug Vísir náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún er að skoða málið. Samkvæmt heimildum Vísis er hún hin unga Sjálfstæðiskona sem nefnd er í umræddu rausi, að hún væri sæt stelpa sem farið væri að falla á.Gunnar Bragi býður Ingu Sæland hönd sína á þinginu nú í morgun.visir/vilhelmAðrar sem fengu að vera sérstaklega á milli tanna þingmanna þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins, voru þær Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu og svo Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkonu, sem nú starfar fyrir þingið. Oddný er algjör apaköttur Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu hefur sagt að ummælin vitni um stæka kvenfyrirlitningu. Oddný hefur einnig sagt, í samtali við Vísi, að ummælin dæmi sig sjálf. En um hana sagði Gunnar Bragi: „Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“ Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“ Anna Kolbrún Árnadóttir leggur það til málanna, á téðum Klaustursfundi, að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar. „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi. Hann hefur reyndar sagt í dag að hann hafi orðið steinhissa þá er hann heyrði í sjálfum sér. En, hann kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“. Meðal þeirra ummæla sem Bergþór lét falla um Ingu Sæland var svo að hún væri „húrrandi klikkuð kunta“. Bergþór hefur beðið Ingu afsökunar á ummælum sínum en hún segist vilja fyrirgefa það en vill sjá hvað dagurinn ber í skauti sínu. Þó allar þær sem þegar hafa tjáð sig segi að ummælin dæmi sig sjálf bendir flest til þess að við þau verði ekki búið.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36