Sámur Óttar Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Frægasta húsdýr samanlagðra Íslendingasagna er án efa hundurinn Sámur, sem Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda átti. Hundinn sem var írskrar ættar fékk hann að gjöf frá Ólafi pá að Hjarðarholti í Dölum. Sámur þessi hafði mannsvit enda þekkti hann alltaf muninn á óvinum og vinum og gat varað húsbóndann við fjandmönnum sínum. Þegar óvinaflokkur sótti að Gunnari drápu þeir hundinn snarlega. Honum tókst þó í andarslitrunum að reka upp mikið væl sem Gunnar heyrði. Hann mælti þá; „sárt ertu nú leikinn, Sámur fóstri“ og bætti við að skammt yrði á milli þeirra tveggja. Skömmu síðar var Gunnar allur. Þetta er hjartnæm saga um samband manns og dýrs. Hundar eru mun skammlífari en menn svo að margur hundeigandinn þarf að ganga í gegnum ítrekaðar aðskilnaðarkrísur og flókin sorgarferli á lífsleiðinni. Það vakti heimsathygli þegar fyrrverandi forseti Íslands tilkynnti að hann ætlaði að klóna hundinn sinn svo að hann lifði með okkur að eilífu og síklónaður. Þannig bíður ávallt nýr hundur fullskapaður í frystinum þegar sá gamli fer að eldast. Gaman hefði verið ef þekktir íslenskir stjórnmálamenn hefðu átt hundinn Sám úr Njálu klónaðan með öllum sínum góðu eiginleikum. Hann hefði varað Ólaf Ragnar við félögum sínum í Alþýðubandalaginu, Sigmund Davíð við Sigurði Inga, Þorstein Pálsson við Davíð, Össur við Ingibjörgu Sólrúnu og helstu leiðtoga Pírata við öllum sínum flokksmönnum. Hann hefði varað Benedikt Jóhannesson við Þorgerði Katrínu og Steingrím við Katrínu Jak. Þetta hefði aukið gegnsæið í íslenskri pólitík og gjörbreytt atburðarásinni. Það er mikið ólán að þessi tækni var ekki fyrir hendi þegar þessi einstaki hundur var og hét. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Frægasta húsdýr samanlagðra Íslendingasagna er án efa hundurinn Sámur, sem Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda átti. Hundinn sem var írskrar ættar fékk hann að gjöf frá Ólafi pá að Hjarðarholti í Dölum. Sámur þessi hafði mannsvit enda þekkti hann alltaf muninn á óvinum og vinum og gat varað húsbóndann við fjandmönnum sínum. Þegar óvinaflokkur sótti að Gunnari drápu þeir hundinn snarlega. Honum tókst þó í andarslitrunum að reka upp mikið væl sem Gunnar heyrði. Hann mælti þá; „sárt ertu nú leikinn, Sámur fóstri“ og bætti við að skammt yrði á milli þeirra tveggja. Skömmu síðar var Gunnar allur. Þetta er hjartnæm saga um samband manns og dýrs. Hundar eru mun skammlífari en menn svo að margur hundeigandinn þarf að ganga í gegnum ítrekaðar aðskilnaðarkrísur og flókin sorgarferli á lífsleiðinni. Það vakti heimsathygli þegar fyrrverandi forseti Íslands tilkynnti að hann ætlaði að klóna hundinn sinn svo að hann lifði með okkur að eilífu og síklónaður. Þannig bíður ávallt nýr hundur fullskapaður í frystinum þegar sá gamli fer að eldast. Gaman hefði verið ef þekktir íslenskir stjórnmálamenn hefðu átt hundinn Sám úr Njálu klónaðan með öllum sínum góðu eiginleikum. Hann hefði varað Ólaf Ragnar við félögum sínum í Alþýðubandalaginu, Sigmund Davíð við Sigurði Inga, Þorstein Pálsson við Davíð, Össur við Ingibjörgu Sólrúnu og helstu leiðtoga Pírata við öllum sínum flokksmönnum. Hann hefði varað Benedikt Jóhannesson við Þorgerði Katrínu og Steingrím við Katrínu Jak. Þetta hefði aukið gegnsæið í íslenskri pólitík og gjörbreytt atburðarásinni. Það er mikið ólán að þessi tækni var ekki fyrir hendi þegar þessi einstaki hundur var og hét.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun