Innherjar víða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar?
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun