Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Hægt er að sjá áætlun Spillivagnsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira