Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Hægt er að sjá áætlun Spillivagnsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira