Fylgjast þarf vel með náttúrunni á Þingvöllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie. Þjóðgarðar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie.
Þjóðgarðar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira