Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Parísarbúar fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar 11. nóvember 1918 en styrjöldin stóð í rúm fjögur ár. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Sjá meira
„Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent