Sænskur blaðamaður sektaður fyrir að sniglast í sjókvíaeldi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Illa farinn lax var í kvíum sem myndaðar voru í Alta. M Mynd/Mikael Frödin Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira