Sænskur blaðamaður sektaður fyrir að sniglast í sjókvíaeldi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Illa farinn lax var í kvíum sem myndaðar voru í Alta. M Mynd/Mikael Frödin Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira