Vegurinn er sem stendur lokaður þar til birtir og búið er að ryðja hann og kannað hvort skemmdir hafi orðið. Starfsmenn Norðurorku komu á svæðið og gerðu viðeigandi ráðstafanir.
Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni þarna að nauðsynjalausu. Niðurföll vestan við Mótorhjólasafnið og við Iðnaðarsafnið, stífluðust í gærkvöldi við aurinn sem kom niður lækjarfarveginn og myndaðist allnokkur tjörn, sérstaklega við Iðnaðarsafnið.
Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar losuðu stífluna í niðurföllunum og er ástand á svæðinu orðið gott. Reiknað er með að það dragi úr rigningunni í dag.