Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:36 Frá fundi Kim og Trump í Singapúr. AP/Susan Walsh Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það. Norður-Kórea Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það.
Norður-Kórea Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira