Félag háskólakvenna heldur upp á 90 árin Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld var heiðruð sem háskólakona ársins 2018. Félag háskólakvenna er 90 ára í ár og í tilefni stórafmælisins verður efnt til hátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Þar munu nokkrar háskólakonur fara með erindi: Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Afhentur verður 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur og veittar heiðursviðurkenningar. Félagið var stofnað í apríl árið 1928. Þá var Háskóli Íslands ekki búinn að vera til lengi og var aðeins 17 ára og aðeins örfáar konur sem voru útskrifaðar með háskólagráðu. Félagið var stofnað til að hvetja ungar konur til mennta og einnig til að berjast fyrir réttindum þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var að safna fé til að kaup eitt herbergi á stúdentagarðinum, sem þá var nýrisinn, og átti það að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu þar. Í dag eru konur nær tveir þriðju hlutar af þeim tæplega 20 þúsund nemendum sem stunda háskólanám og því hafa áherslur félagsins breyst töluvert frá því sem var í byrjun. Aukin samkennd háskólakvenna er ein af þeim áherslum sem eru hjá félaginu í dag og það er gert með því að skyggnast inn í veröld þeirra og kynnast störfum og viðfangsefnum þeirra. Háskólakona ársins er valin árlega en það var gert í fyrsta sinn í fyrra og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem var valin – hún er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum til að kanna samspil erfða, áfalla og heilsufarsvandamála. Í ár var það dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem var valin. Í stjórn Félags háskólakvenna eru Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður, Helga Guðrún Johnson ritari, Hanna Lára Helgadóttir gjaldkeri, Elísabet Sveinsdóttir meðstjórnandi og Halldóra Traustadóttir meðstjórnandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Félag háskólakvenna er 90 ára í ár og í tilefni stórafmælisins verður efnt til hátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Þar munu nokkrar háskólakonur fara með erindi: Eliza Reid forsetafrú, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Afhentur verður 500 þúsund króna rannsóknarstyrkur og veittar heiðursviðurkenningar. Félagið var stofnað í apríl árið 1928. Þá var Háskóli Íslands ekki búinn að vera til lengi og var aðeins 17 ára og aðeins örfáar konur sem voru útskrifaðar með háskólagráðu. Félagið var stofnað til að hvetja ungar konur til mennta og einnig til að berjast fyrir réttindum þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var að safna fé til að kaup eitt herbergi á stúdentagarðinum, sem þá var nýrisinn, og átti það að tryggja rétt kvenstúdents til búsetu þar. Í dag eru konur nær tveir þriðju hlutar af þeim tæplega 20 þúsund nemendum sem stunda háskólanám og því hafa áherslur félagsins breyst töluvert frá því sem var í byrjun. Aukin samkennd háskólakvenna er ein af þeim áherslum sem eru hjá félaginu í dag og það er gert með því að skyggnast inn í veröld þeirra og kynnast störfum og viðfangsefnum þeirra. Háskólakona ársins er valin árlega en það var gert í fyrsta sinn í fyrra og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem var valin – hún er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum til að kanna samspil erfða, áfalla og heilsufarsvandamála. Í ár var það dr. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem var valin. Í stjórn Félags háskólakvenna eru Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður, Helga Guðrún Johnson ritari, Hanna Lára Helgadóttir gjaldkeri, Elísabet Sveinsdóttir meðstjórnandi og Halldóra Traustadóttir meðstjórnandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira