Fyrirtækið þróar smáforrit sem auðveldar fólki með sykursýki að skrá blóðsykursmælingar. Um áramótin fer fyrirtækið í samstarf við breska sjúkrasamlagið í tengslum við þróun búnaðarins.
Tölvusjón og gervigreind
Sprotafyrirtækið Medilync var stofnað fyrir sex árum til að þróa stafræna lausnir fyrir fólk sem er með sykursýki. Í þróun er smáforrit sem nýtir tölvusjón og gervigreind til að auðvelda fólki að skrá blóðsykursmælingar og hversu mikið af insúlíni það notar.„Þegar þú velur þér til dæmis einingafjölda á penna þá getum við sagt þér hvað þú varst að velja margar einingar og gefum þér niðurstöðu í appið,“ segir Sigurjón framkvæmdastjóri. Gögnin eru vistuð á síma fólks og í gagnageymslu í tölvuskýi.
Sigurjón segir að forritið geri fólki kleift að fylgjast vel með eigin heilsu ásamt því sem það auðveldi aðstandendum og læknum eftirfylgni.