Sebastian Ogier og Julian Ingrassia á Ford Fiesta leiða mótið og geta tryggt sér sinn sjötta titil í röð um helgina.
Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundai i20 hafa leitt mótið mest allt tímabilið. Ogier hefur tekið 23 stig af þeim í síðustu tveimur keppnum og er Neuville því þremur stigum á eftir Ogier fyrir ástralska rallið.
Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota Yaris eiga stærðfræðilegan möguleika á titli. Finnska áhöfnin er 23 stigum á eftir Ogier og dugir því ekkert nema sigur um helgina.
Toyota liðið er þó efst í stigakeppni bílaframleiðenda með 12 stiga forskot á Hyundai. Þar á eftir kemur Ford, 25 stigum á eftir fyrsta sætinu. Citroen, fjórði bílaframleiðandinn í mótinu, hefur átt afar dapurt tímabil og er meira en hundrað stigum frá Toyota.

Aldrei hefur það skeð síðastliðin 15 ár að þrír ökumenn eigi möguleika á titli þegar ein keppni er eftir. Sömuleiðis hefur slagurinn í flokki bílasmiða ekki verið jafnari í 15 ár.
Reglubreytingar voru gerðar í rallinu fyrir tímabilið 2017. Þá var aflið aukið í tæp 400 hestöfl og var þá einnig leyfilegt að breyta yfirbyggingu bílana umtalsvert.
Fyrir vikið hafa rallýbílarnir, sem ávalt hafa verið byggðir á venjulegum fólksbílum, aldrei verið hraðari en síðastliðin tvö ár.
Heimsmeistaramótið samanstendur af 13 keppnum allstaðar í heiminum, ekið er á möl, snjó og malbiki. Rallið um helgina er eitt mest krefjandi malarrall tímabilsins, eknar verða sérleiðir í kringum bæinn Coffs Harbour á austurströnd Ástralíu
Rallið hefst á föstudaginn er eknar verða átta sérleiðir. Alls er keppnin rúmir þúsund kílómetrar er áhafnir þurfa að takast á við 24 sérleiðar á þremur dögum.