Mikið var skorað í borg englanna í nótt en staðan í hálfleik var 59-55, Lakers í vil. Lítið um varnir og LeBron og félagar skiluðu sigrinum í hús eftir jafnan og spennandi síðari hálfleik.
Einu sinni sem oftar var það LeBron James sem var í sérflokki hjá Lakers. Hann gerði 44 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Damian Lillard var öflugur í liði Portland og skoraði 31 stig.
Lakers hefur byrjað tímabilið ágætlega en liðið er með átta sigra í fyrstu fjórtán leikjunum. Portland hafði hins vegar fyrir leikinn í kvöld farið vel af stað en þeir eru með tíu sigra í fyrstu fjórtán leikjum sínum.
Öll úrslit næturinnar:
Philadelphia - Orlando 106-111
Cleveland - Washington 95-119
Chicago - Boston 82-111
Miami - Brooklyn 120-107
Detroit - Toronto 106-104
Memphis - Milwaukee 116-113
New Orleans - Minnesota 100-107
New York - Oklahoma 103-128
Utah - Dallas 68-118
San Antonio - Phoenix 96-116
Portland - LA Lakers 117-127