Segir lýðræðið hafa brugðist íbúum Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 20:45 Stacey Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15