Innlent

Bein útsending: Framtíð Íslands - Mikilvægi nýsköpunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur er yfirmaður vöruþróunar hjá Google og var nýlega skipaður formaður í stýrihóp um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
Guðmundur er yfirmaður vöruþróunar hjá Google og var nýlega skipaður formaður í stýrihóp um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Gunnar Sverrisson
Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi hjá Google, fjallar um framtíð Íslands og mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og samfélag í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Erindi Guðmundar hefst klukkan 12.

Guðmundur mun m.a. ræða hvernig háskólar sá fræjum fyrir atvinnulífið með grunnrannsóknum sínum og er erindi hans hluti af nýrri fundarröð Háskóla Íslands sem ber heitið „Nýsköpun – hagnýtum hugvitið.“

Guðmundur er yfirmaður vöruþróunar hjá Google og var nýlega skipaður formaður í stýrihóp um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Hann hefur starfað hjá Google frá 2014 og leitt starf við þróun margra af helstu tækninýjungum fyrirtækisins.

Streymt verður frá erindinu og má sjá beina útsendingu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×