Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Trump forseti þegar hann tilkynnti að hann hygðist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2020. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira