Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 15:39 Mengunarský liggur yifr Los Angeles. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er önnur helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Umfangsmesta skýrsla um loftslagsvísindi sem unnin hefur verið á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar kippir stoðum undan málflutningi Donalds Trump forseta og margra úr stjórn hans sem hafa dregið í efa ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. Ljóst hefur verið um áratugaskeið að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað á jörðinni. Uppspretta hennar er fyrst og fremst bruni á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi og landbúnaður. Sex hundruð blaðsíðna vísindaskýrsla bandaríska loftslagsmatsins staðfesti enn og aftur þær niðurstöður og að síðustu 115 árin séu hlýjasta skeiðið í sögu nútímasiðmenningar manna. Höfundar skýrslunnar eru vísindamenn frá fjölda bandarískra alríkisstofnana eins og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA), geimvísindastofnunarinnar NASA, orkumálaráðuneytisins auk fræðimanna úr háskólasamfélaginu. Loftslagsmatið er lögbundið verkefni alríkisstjórnarinnar en síðast var slík skýrsla gefin út árið 2014. Richard Alley, jarðvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu, segir að skýrslan nú gangi lengra í að tengja breytingar í veðurfari við hlýnandi loftslag og vaxandi veðuröfga, að því er kemur fram í frétt NPR. Skýrslunni hefur verið skilað til skrifstofu vísinda- og tæknistefnu Hvíta hússins. Trump hefur hins vegar ekki skipað neinn til að stýra þeirri skrifstofu nú þegar hátt í ár er liðið frá því að hann tók við embætti.Afnema reglur sem áttu að berjast gegn loftslagsbreytingumTrump tilkynnti í sumar að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem miða er að því að draga úr losun ríkja heims á gróðurhúsalofttegundum. Hann hefur haldið því fram að loftslagsbreytingar séu „kínversk gabb“. Aðrir í ríkisstjórn hans hafa einnig afneitað viðteknum niðurstöðum loftslagsvísinda. Þannig hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn repúblikanans Scott Pruitt keppst við að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Pruitt hefur sjálfur sagt að trúi því ekki að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Hann er meðal annars sagður vinna að því að halda nokkurs konar opinberar kappræður á milli tveggja ræðuliða með og á móti samhljóða áliti vísindamanna á orsökum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Umfangsmesta skýrsla um loftslagsvísindi sem unnin hefur verið á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar kippir stoðum undan málflutningi Donalds Trump forseta og margra úr stjórn hans sem hafa dregið í efa ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. Ljóst hefur verið um áratugaskeið að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað á jörðinni. Uppspretta hennar er fyrst og fremst bruni á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi og landbúnaður. Sex hundruð blaðsíðna vísindaskýrsla bandaríska loftslagsmatsins staðfesti enn og aftur þær niðurstöður og að síðustu 115 árin séu hlýjasta skeiðið í sögu nútímasiðmenningar manna. Höfundar skýrslunnar eru vísindamenn frá fjölda bandarískra alríkisstofnana eins og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA), geimvísindastofnunarinnar NASA, orkumálaráðuneytisins auk fræðimanna úr háskólasamfélaginu. Loftslagsmatið er lögbundið verkefni alríkisstjórnarinnar en síðast var slík skýrsla gefin út árið 2014. Richard Alley, jarðvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu, segir að skýrslan nú gangi lengra í að tengja breytingar í veðurfari við hlýnandi loftslag og vaxandi veðuröfga, að því er kemur fram í frétt NPR. Skýrslunni hefur verið skilað til skrifstofu vísinda- og tæknistefnu Hvíta hússins. Trump hefur hins vegar ekki skipað neinn til að stýra þeirri skrifstofu nú þegar hátt í ár er liðið frá því að hann tók við embætti.Afnema reglur sem áttu að berjast gegn loftslagsbreytingumTrump tilkynnti í sumar að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem miða er að því að draga úr losun ríkja heims á gróðurhúsalofttegundum. Hann hefur haldið því fram að loftslagsbreytingar séu „kínversk gabb“. Aðrir í ríkisstjórn hans hafa einnig afneitað viðteknum niðurstöðum loftslagsvísinda. Þannig hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn repúblikanans Scott Pruitt keppst við að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Pruitt hefur sjálfur sagt að trúi því ekki að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Hann er meðal annars sagður vinna að því að halda nokkurs konar opinberar kappræður á milli tveggja ræðuliða með og á móti samhljóða áliti vísindamanna á orsökum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43