Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air.
Viðskipti með bréf í flugfélaginu voru stöðvuð áður en tilkynnt var um kaupin á tólfa tímanum. Var opnað aftur fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 13 og hefur verðið á bréfunum rokið upp. Verður fróðlegt að fylgjast með gengi bréfanna eftir því sem líður á daginn.
Þegar þetta er skrifað hefur verð á bréfunum hækkað um 51,9 prósent en viðskipti með bréfin það sem af er degi nema 241 milljón króna. Kauphöllin er að langmestum hluta græn í dag. Bréf í Sjóvá hafa hækkað um sex prósent og og í Arion banka og VÍS um fimm prósent.
Uppfært klukkan 14:13
Hækkunin nemur nú rúmlega 40 prósentum en viðskipti með bréf í Icelandair það sem af er degi nema nú 466 milljónum króna.
Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun

Tengdar fréttir

Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla
Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group.

Icelandair kaupir WOW air
Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið
Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber.

Kaupverðið rúmir tveir milljarðar króna
Icelandair Group keypti WOW Air á rúmlega tvo milljarða króna sé miðað við 5,4% hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW Air eignast eftir kaupin.