Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 12:30 Trump tekur á móti Hannity á sviðinu. AP/Jeff Roberson Náið samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Fox News, hefur aldrei verið ljósara en það var á kosningafundi Trump í Mississippi í gærkvöldi. Þáttastjórnendur Fox fóru á svið með forsetanum og endurfluttu kosningaáróður hans, gagnrýndu fjölmiðlafólk og lofuðu Trump í hástert. Þá hrósaði forsetinn Fox sömuleiðis og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa unnið „ótrúlegt starf fyrir okkur.“ Sean Hannity, starfsmaður Fox og vinur Trump, fór upp á svið með forsetanum og tók beinan þátt í kosningabaráttu hans, þrátt fyrir að hafa sagt klukkustundum áður að hann myndi ekki gera það. Það var nánast fyrsta verk Trump þegar hann mætti á svið að kalla á Hannity. Áður en forsetinn kallaði Hannity upp á svið hrósaði hann Fox og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar mjög sérstaka.„Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump. Skömmu áður hafði Trump verið í beinni útsendingu Hannity frá kosningafundinum. Eftir viðtal þeirra þar gáfu Hannity og Bill Shine hvorum öðrum fimmu. Shine er núverandi samskiptastjóri Hvíta hússins en fyrrverandi forstjóri Fox News.In spite of reports, I will be doing a live show from Cape Girardeau and interviewing President Trump before the rally. To be clear, I will not be on stage campaigning with the President. I am covering final rally for my show. Something I have done in every election in the past. — Sean Hannity (@seanhannity) November 5, 2018 Eftir að Trump kallaði Hannity upp á svið, með því að kynna hann sem „sérstakan gest“, nýtti hann ræðu sína meðal annars til þess að kalla fjölmiðlafólk í salnum „falsfréttir“. Það var í rauninni það fyrsta sem Hannity sagði á sviðinu. Það er þó vert að benda á að starfsmenn fréttastofu Fox voru meðal þeirra blaðamanna sem Hannity kallaði „falsfréttir“. Þá er einnig vert að benda á að deilur hafa verið uppi á milli þáttastjórnenda Fox og blaðamanna stöðvarinnar. Þættir eins og þeir sem Hannity stjórnar eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir og blaðamenn Fox hafa gagnrýnt hvernig stjórnendur þeirra sniðganga raunverulegan fréttaflutning Fox.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxHannity notaði tíma sinn á sviðinu einnig til að lofa Trump í hástert og fór yfir meint afrek hans í Hvíta húsinu, án þess þó að hafa sannleikann að leiðarljósi. Hannity hrósaði Trump einnig fyrir það hve orkumikill hann væri og sagðist telja að enginn annar væri svo orkumikill.Hannity sagðist ekki hafa átt von á því að vera kallaður upp á svið, þrátt fyrir að framboð forsetans hefðu verið búið að kynna þáttastjórnendann sem sérstakan gest á kosningafundinum. Jeanine Pirro, sem er stjórnar einnig þætti á Fox, var sömuleiðis kölluð upp á svið. Trump sagði hana „koma mjög vel fram við okkur“. Auk þess að vera þáttastjórnandi Fox er Pirro höfundur bókarinnar; Liars, Leakers and Liberals: The Case Against the Anti-Trump Conspiracy. Þegar hún steig á svið hvatti hún áhorfendur til að kjósa Trump og til þess að fá aðra til að kjósa Trump. Talsmenn Fox hafa neitað að tjá sig um kosningafundinn við CNN. Hins vegar bendir miðillinn á að eftir að Hannity tók þátt í kosningaauglýsingu fyrir Trump árið 2016 sagði talsmaður Fox að fyrirtækið hefði ekki haft vitneskju af þátttöku Hannity í auglýsingunni og að hann myndi „ekki gera slíkt aftur í kosningabaráttunni“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Sean Hannity fjallaði kvöld eftir kvöld um persónulegan lögmann Trump Bandaríkjaforseta án þess að segja áhorfendum sínum eða yfirmönnum að hann hefði verið skjólstæðingur lögmannsins. 17. apríl 2018 20:49 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. 24. október 2018 23:00 Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Það gerði Trump eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. 21. september 2018 16:28 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Náið samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Fox News, hefur aldrei verið ljósara en það var á kosningafundi Trump í Mississippi í gærkvöldi. Þáttastjórnendur Fox fóru á svið með forsetanum og endurfluttu kosningaáróður hans, gagnrýndu fjölmiðlafólk og lofuðu Trump í hástert. Þá hrósaði forsetinn Fox sömuleiðis og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa unnið „ótrúlegt starf fyrir okkur.“ Sean Hannity, starfsmaður Fox og vinur Trump, fór upp á svið með forsetanum og tók beinan þátt í kosningabaráttu hans, þrátt fyrir að hafa sagt klukkustundum áður að hann myndi ekki gera það. Það var nánast fyrsta verk Trump þegar hann mætti á svið að kalla á Hannity. Áður en forsetinn kallaði Hannity upp á svið hrósaði hann Fox og sagði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar mjög sérstaka.„Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump. Skömmu áður hafði Trump verið í beinni útsendingu Hannity frá kosningafundinum. Eftir viðtal þeirra þar gáfu Hannity og Bill Shine hvorum öðrum fimmu. Shine er núverandi samskiptastjóri Hvíta hússins en fyrrverandi forstjóri Fox News.In spite of reports, I will be doing a live show from Cape Girardeau and interviewing President Trump before the rally. To be clear, I will not be on stage campaigning with the President. I am covering final rally for my show. Something I have done in every election in the past. — Sean Hannity (@seanhannity) November 5, 2018 Eftir að Trump kallaði Hannity upp á svið, með því að kynna hann sem „sérstakan gest“, nýtti hann ræðu sína meðal annars til þess að kalla fjölmiðlafólk í salnum „falsfréttir“. Það var í rauninni það fyrsta sem Hannity sagði á sviðinu. Það er þó vert að benda á að starfsmenn fréttastofu Fox voru meðal þeirra blaðamanna sem Hannity kallaði „falsfréttir“. Þá er einnig vert að benda á að deilur hafa verið uppi á milli þáttastjórnenda Fox og blaðamanna stöðvarinnar. Þættir eins og þeir sem Hannity stjórnar eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir og blaðamenn Fox hafa gagnrýnt hvernig stjórnendur þeirra sniðganga raunverulegan fréttaflutning Fox.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxHannity notaði tíma sinn á sviðinu einnig til að lofa Trump í hástert og fór yfir meint afrek hans í Hvíta húsinu, án þess þó að hafa sannleikann að leiðarljósi. Hannity hrósaði Trump einnig fyrir það hve orkumikill hann væri og sagðist telja að enginn annar væri svo orkumikill.Hannity sagðist ekki hafa átt von á því að vera kallaður upp á svið, þrátt fyrir að framboð forsetans hefðu verið búið að kynna þáttastjórnendann sem sérstakan gest á kosningafundinum. Jeanine Pirro, sem er stjórnar einnig þætti á Fox, var sömuleiðis kölluð upp á svið. Trump sagði hana „koma mjög vel fram við okkur“. Auk þess að vera þáttastjórnandi Fox er Pirro höfundur bókarinnar; Liars, Leakers and Liberals: The Case Against the Anti-Trump Conspiracy. Þegar hún steig á svið hvatti hún áhorfendur til að kjósa Trump og til þess að fá aðra til að kjósa Trump. Talsmenn Fox hafa neitað að tjá sig um kosningafundinn við CNN. Hins vegar bendir miðillinn á að eftir að Hannity tók þátt í kosningaauglýsingu fyrir Trump árið 2016 sagði talsmaður Fox að fyrirtækið hefði ekki haft vitneskju af þátttöku Hannity í auglýsingunni og að hann myndi „ekki gera slíkt aftur í kosningabaráttunni“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Sean Hannity fjallaði kvöld eftir kvöld um persónulegan lögmann Trump Bandaríkjaforseta án þess að segja áhorfendum sínum eða yfirmönnum að hann hefði verið skjólstæðingur lögmannsins. 17. apríl 2018 20:49 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. 24. október 2018 23:00 Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Það gerði Trump eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. 21. september 2018 16:28 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Sean Hannity fjallaði kvöld eftir kvöld um persónulegan lögmann Trump Bandaríkjaforseta án þess að segja áhorfendum sínum eða yfirmönnum að hann hefði verið skjólstæðingur lögmannsins. 17. apríl 2018 20:49
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. 24. október 2018 23:00
Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Það gerði Trump eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. 21. september 2018 16:28