Hera verður Ásta Sóllilja hjá Balta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2018 16:12 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir mun fara með hlutverk Ástu Sóllilju í kvikmynd og sjónvarpsþáttum byggða á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Screen Daily greinir frá þessu. Áður hafði komið fram að Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Guðbjarts Jónssonar bónda, betur þekktur sem Bjartur í Sumarhúsum. Baltasar hefur unnið margoft með Ingvari í gegnum tíðina, bæði sem leikarar og Ingvar í hlutverkum hjá Baltasar. Þá hafa Baltasar og Hera leitt saman hesta síma í kvikmyndinni Eiðurinn.Enginn gæðamunur á sjónvarpi og bíó Baltasar hefur skrifað handritið með Lilju Sigurðardóttur. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær tökur fara í gang en í viðtali við Baltasar í fyrra vonaðist hann að verkið yrði komið vel á veg innan tveggja ára. Baltasar segir í viðtali við Screen Daily að úr verði ein eða fleiri kvikmyndir og þáttaröð, mögulega sex þættir. Það sé enginn gæðamunur lengur á kvikmyndum og sjónvarpsframleiðslu. Eini munurinn sé sá að þú fáir lengri tíma til að segja sögu í sjónvarpi. „Þú verður að gefa myndinni þann tíma sem hún á skilið, enda nær bókin yfir 20-30 ára tímabil,“ segir Baltasar.Baráttan fyrir sjálfstæði Halldór Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk á fjórða áratug síðustu aldar. Bókin kom upphaflega út í fjórum bindum á árinum 1933-1935. Er ætlað að hún gerist á árunum 1899-1921 í íslenskri sveit. Þar segir frá þrjóska og hagyrta bóndanum Bjarti, fjölskyldu hans og örlögum þeirra. Barátta hans fyrir sjálfstæði og eigin landi er þyrnum stráð. Hann tekur við landi sem hafði ekki verið í byggð sökum reimleika, missir konu sína af barnsförum og er fjarri við leit að kindum þegar hún deyr. Ásta Sóllilja lifði fæðinguna af og fjallar síðari hluti sögunnar að miklu leyti um Ástu Sóllilju og samskipti hennar við stjúpföður sinn. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir mun fara með hlutverk Ástu Sóllilju í kvikmynd og sjónvarpsþáttum byggða á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Screen Daily greinir frá þessu. Áður hafði komið fram að Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Guðbjarts Jónssonar bónda, betur þekktur sem Bjartur í Sumarhúsum. Baltasar hefur unnið margoft með Ingvari í gegnum tíðina, bæði sem leikarar og Ingvar í hlutverkum hjá Baltasar. Þá hafa Baltasar og Hera leitt saman hesta síma í kvikmyndinni Eiðurinn.Enginn gæðamunur á sjónvarpi og bíó Baltasar hefur skrifað handritið með Lilju Sigurðardóttur. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær tökur fara í gang en í viðtali við Baltasar í fyrra vonaðist hann að verkið yrði komið vel á veg innan tveggja ára. Baltasar segir í viðtali við Screen Daily að úr verði ein eða fleiri kvikmyndir og þáttaröð, mögulega sex þættir. Það sé enginn gæðamunur lengur á kvikmyndum og sjónvarpsframleiðslu. Eini munurinn sé sá að þú fáir lengri tíma til að segja sögu í sjónvarpi. „Þú verður að gefa myndinni þann tíma sem hún á skilið, enda nær bókin yfir 20-30 ára tímabil,“ segir Baltasar.Baráttan fyrir sjálfstæði Halldór Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk á fjórða áratug síðustu aldar. Bókin kom upphaflega út í fjórum bindum á árinum 1933-1935. Er ætlað að hún gerist á árunum 1899-1921 í íslenskri sveit. Þar segir frá þrjóska og hagyrta bóndanum Bjarti, fjölskyldu hans og örlögum þeirra. Barátta hans fyrir sjálfstæði og eigin landi er þyrnum stráð. Hann tekur við landi sem hafði ekki verið í byggð sökum reimleika, missir konu sína af barnsförum og er fjarri við leit að kindum þegar hún deyr. Ásta Sóllilja lifði fæðinguna af og fjallar síðari hluti sögunnar að miklu leyti um Ástu Sóllilju og samskipti hennar við stjúpföður sinn.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein