Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 08:40 Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Ted Cruz og Beto O'Rourke. GETTY/JUSTIN SULLIVAN Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45