Mikið minni frjósemi á heimsvísu kemur vísindamönnum í opna skjöldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 10:45 Frjósemi í heiminum hefur minnkað svo um munar undanfarna áratugi. vísir/getty Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira