Viðurkennir að hafa orðið um hundrað sjúklingum að bana Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 12:28 Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Getty/David Hecker Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári.
Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36
Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00