Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 20:05 Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. Johannes Jansson Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir hlaut í kvöld bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 fyrir skáldsöguna Ör. Verðlaunaathöfnin fór fram í norsku óperunni í Ósló þar sem þing Norðurlandaráðs er haldið. Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. Auður Ava og Sigurður Pálsson heitinn voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til hinna virtu bókmenntaverðlauna þetta árið. Auðar Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína sem nú hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Ör er fimmta skáldsaga rithöfundarins en hún hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og þá er hún einnig textahöfundur hljómsveitarinnar Milkywhale. Skáldverkið fjallar um aðalsögupersónuna Jónas Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn karlmaður sem ferðast til stríðshrjáðs Evrópulands í þeim tilgangi að fyrirfara sér. Í sögunni varpar Auður fram áleitnum spurningum um hið mannlega ástand; lífið, dauðann og ástina.Sjá einnig: Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Áður hefur Norðurlandaráð verðlaunað íslensku höfundana Ólaf Jóhann Sigurðsson (1976), Snorra Hjartarson (1981), Thor Vilhjámsson (1988), Fríðu Á. Sigurðardóttur (1992), Einar Má Guðmundsson (1995), Sjón (2005) og Gyrði Elíasson (2011). Bókmenntir Tengdar fréttir Gyrðir fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rithöfundurinn Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir bók sína, Milli trjánna, en úrslitin voru tilkynnt fyrir stundu. 12. apríl 2011 11:00 Sjón fær verðlaun Norðurlandaráðs Skáldið Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Skugga-Baldur. Í dómi dómnefndar segir að Skugga-Baldur dansi á línunni milli bundins og óbundins máls. Í skáldsögunni séu íslenskar þjóðsögur, rómantísk frásagnarlist og töfrandi saga tvinnuð saman og tekist á við siðferðileg vandamál samtímans. 23. febrúar 2005 06:00 Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlands liggja fyrir. 23. febrúar 2018 10:08 Brotinn maður með bor í brotinni veröld Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag. 1. desember 2016 11:00 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir hlaut í kvöld bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 fyrir skáldsöguna Ör. Verðlaunaathöfnin fór fram í norsku óperunni í Ósló þar sem þing Norðurlandaráðs er haldið. Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. Auður Ava og Sigurður Pálsson heitinn voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til hinna virtu bókmenntaverðlauna þetta árið. Auðar Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína sem nú hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Ör er fimmta skáldsaga rithöfundarins en hún hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og þá er hún einnig textahöfundur hljómsveitarinnar Milkywhale. Skáldverkið fjallar um aðalsögupersónuna Jónas Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn karlmaður sem ferðast til stríðshrjáðs Evrópulands í þeim tilgangi að fyrirfara sér. Í sögunni varpar Auður fram áleitnum spurningum um hið mannlega ástand; lífið, dauðann og ástina.Sjá einnig: Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Áður hefur Norðurlandaráð verðlaunað íslensku höfundana Ólaf Jóhann Sigurðsson (1976), Snorra Hjartarson (1981), Thor Vilhjámsson (1988), Fríðu Á. Sigurðardóttur (1992), Einar Má Guðmundsson (1995), Sjón (2005) og Gyrði Elíasson (2011).
Bókmenntir Tengdar fréttir Gyrðir fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rithöfundurinn Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir bók sína, Milli trjánna, en úrslitin voru tilkynnt fyrir stundu. 12. apríl 2011 11:00 Sjón fær verðlaun Norðurlandaráðs Skáldið Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Skugga-Baldur. Í dómi dómnefndar segir að Skugga-Baldur dansi á línunni milli bundins og óbundins máls. Í skáldsögunni séu íslenskar þjóðsögur, rómantísk frásagnarlist og töfrandi saga tvinnuð saman og tekist á við siðferðileg vandamál samtímans. 23. febrúar 2005 06:00 Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlands liggja fyrir. 23. febrúar 2018 10:08 Brotinn maður með bor í brotinni veröld Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag. 1. desember 2016 11:00 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Gyrðir fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rithöfundurinn Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir bók sína, Milli trjánna, en úrslitin voru tilkynnt fyrir stundu. 12. apríl 2011 11:00
Sjón fær verðlaun Norðurlandaráðs Skáldið Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Skugga-Baldur. Í dómi dómnefndar segir að Skugga-Baldur dansi á línunni milli bundins og óbundins máls. Í skáldsögunni séu íslenskar þjóðsögur, rómantísk frásagnarlist og töfrandi saga tvinnuð saman og tekist á við siðferðileg vandamál samtímans. 23. febrúar 2005 06:00
Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlands liggja fyrir. 23. febrúar 2018 10:08
Brotinn maður með bor í brotinni veröld Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag. 1. desember 2016 11:00