Það sauð allt upp úr í Staples Center skömmu fyrir leikslok og endaði það með því að þremur leikmönnum var vikið af velli og eiga þeir allir yfir höfði sér leikbann.
LeBron tók að sjálfsögðu ekki þátt í þessari vitleysu en leikmennirnir sem um ræðir eru Rajon Rondo og Brandon Ingram úr Lakers og Chris Paul úr Rockets.
Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni en allt hófst þetta með broti Ingram á James Harden sem lét sér þó fátt um finnast en fljótlega í kjölfarið létu Rondo og Paul hnefana tala og þá var Ingram ekki lengi að blanda sér í málin að nýju.
The Lakers and Rockets threw punches at Staples pic.twitter.com/YKWRkqHnXF
— ESPN (@espn) October 21, 2018