Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 16:21 Ríkisstjórn Donalds Trump er nú með það til skoðunar að taka til baka ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem vilja fá að skilgreina kyn sitt öðruvísi en líffræðilegt kyn þeirra. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23
Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14