Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 12:22 vísir/getty Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira