Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 12:22 vísir/getty Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent