Hetja í Þelamörk látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 15:21 Þýskur hermaður í Osló í síðari heimsstyrjöldinni. Nasistar hernámu Noreg árið 1940 og héldu til stríðsloka árið 1945. Vísir/Getty Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann. Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann.
Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira