Borgin og HR ósammála um braggasamninginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 11:00 Hérna sést frágangurinn í náðhúsinu svokallaða, sem á að vera fundarherbergi HR. Myndin var tekin í gærkvöldi. Vísir Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra. Braggamálið Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra.
Braggamálið Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira