Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air. Þetta segir skiptastjórinn Morten Hans Jakobsen í samtali við danska blaðið Jydske Vestkysten og kveðst undrandi á niðurstöðunni.
Sami fjölmiðill hefur áður greint frá því að um fimm hundruð kröfuhafar hafi lýst 16,7 milljarða króna kröfum í þrotabúið. Stærstu kröfuhafarnir eru flugvélaleigan Aviation Capital Group, með 519 milljóna króna kröfu, skatta- og tollayfirvöld í Bretlandi, með kröfu upp á 250 milljónir króna og Evrópska flugumferðarstjórnin, eða Eurocontrol Brussels, með kröfu sem hljóðar upp á 240 milljónir króna.
Bíllinn sem fannst í búinu hefur verið seldur fyrir 150 þúsund danskar krónur, eða um 2,7 milljónir króna og alls eru því 7,3 milljónir króna til skiptanna eins og er.
Jakobsen segist hafa fengið upplýsingar um að 5,1 milljón danskar krónur, eða um 93 milljónir króna, væru í búinu, auk búnaðar að andvirði 27 milljóna króna, eða samanlagt um 120 milljónir íslenskra króna. Hann segir athugun á málinu standa yfir og er meðal annars skoðað hvort einhverjum fjármunum hafi verið komið undan skiptum.
Unnið sé að endurheimt fjármuna eftir öllum leiðum og er nú verið að kanna hvort einhverjir skuldi félaginu pening. Hann segir útlitið virðast nokkuð svart fyrir kröfuhafa.
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera
Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Mest lesið

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent


Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Neytendur

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf