Með ljósin kveikt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar