Kostnaður borgarinnar við móttökur kominn í tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 15:08 Kolbrún vill minna á að meðan gert er vel við útvalda í ýmsum veislum sé fólk í borginni sem á vart til hnífs né skeiðar. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent