Kostnaður borgarinnar við móttökur kominn í tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 15:08 Kolbrún vill minna á að meðan gert er vel við útvalda í ýmsum veislum sé fólk í borginni sem á vart til hnífs né skeiðar. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00