Unnendur amerísks fótbolta fá sitthvað fyrir sinn snúð annað kvöld er strákarnir í Einherjum spila á móti þýska liðinu Cologne Falcons í Kórnum.
Einherjar hafa verið duglegir að flytja erlend lið til Íslands síðustu ár og verið boðið upp á skemmtilega leiki og flotta umgjörð í Kórnum.
Fálkarnir frá Köln er hugsanlega sterkasta lið sem hingað hefur komið en það spilar í 2. deildinni í Þýskalandi en þýska deildin er sú sterkasta í Evrópu.
Á síðasta ári kom 5. deildarlið Starnberg Argonauts í Kórinn og þá unnu Einherjar sigur. Þetta verður mun erfiðara verkefni.
Leikurinn hefst klukkan 19.00 í Kórnum og venju samkvæmt verður klappstýruhópurinn Valkyrjur á staðnum og svo verða veitingar til sölu.
