Kristófer, sem er 25 ára, er uppalinn KR-ingur og var stór hluti af liðinu áður en hann hélt til Frakklands og var til að mynda valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar núna í vor.
En núna virðist hann vera á leiðinni heim ef marka má það sem hann setti inná Instagram reikning sinn í morgun.
Þar tekur hann mynd þar sem vitnað er í frábæran árangur KR-inga síðustu árin en hver og einn verður ef til vill að dæma fyrir sig.
Myndina má sjá á Instagram-síðu kappans undir notendanafninu Krisacox.
