Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:57 Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd úr einkasafni Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. Guðbergur velti þessu upp í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Vallahverfi í morgun. Erlendur ferðamaður lét lífið í slysinu.Trúir ekki á svona aðgerðir „Ég trúi ekki á svona aðgerðir,“ segir Ísak Ernir í færslu á Facebook í kvöld. „Frá því að við Guðbergur Reynisson stofnuðum þrýstihópinn „Stopp, hingað og ekki lengra” hefur hópurinn náð eftirtektarverðum árángri í að bæta umferðaröryggi a Reykjanesbraut! Frá upphafi hafa verið uppi háværar raddir um að fara í lokanir á Reykjanesbrautinni til þess eins að vekja athygli á málstaðnum. Ég hef alla tíð og er enn algjörlega mótfallinn svoleiðis aðgerðum enda hefur málefni Reykjanesbrautar verið í brennidepli! Við höfum náð árangri þó fullnaðarsigrinum hafi enn ekki verið náð,“ segir Ísak Ernir.Reykjanesbraut.Vísir/VilhelmHeitar umræður spruttu upp á Facebook-síðu hópsins í dag og sagði Guðbergur í samtali við RÚV að róttækar aðgerðir virðast vera „eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna“.Óánægður með samgönguáætlun Ísak kveðst þessu ósammála. „Stöndum saman og vinnum málin á eðlilegan máta: í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna. Samgönguáætlun er til umfjöllunnar á Alþingi og er ekki útséð með að henni verði breytt okkur til hagsbóta! Það skal þó skýrt tekið fram að samgönguáætlun Sigurðar Inga olli mér MIKLUM vonbrigðum! Áætlun með kolrangri forgangsröðun!“ Í samgönguáætlun ríkisstjórnar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett á fimmtán ára áætlun. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. Guðbergur velti þessu upp í kjölfar banaslyss sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Vallahverfi í morgun. Erlendur ferðamaður lét lífið í slysinu.Trúir ekki á svona aðgerðir „Ég trúi ekki á svona aðgerðir,“ segir Ísak Ernir í færslu á Facebook í kvöld. „Frá því að við Guðbergur Reynisson stofnuðum þrýstihópinn „Stopp, hingað og ekki lengra” hefur hópurinn náð eftirtektarverðum árángri í að bæta umferðaröryggi a Reykjanesbraut! Frá upphafi hafa verið uppi háværar raddir um að fara í lokanir á Reykjanesbrautinni til þess eins að vekja athygli á málstaðnum. Ég hef alla tíð og er enn algjörlega mótfallinn svoleiðis aðgerðum enda hefur málefni Reykjanesbrautar verið í brennidepli! Við höfum náð árangri þó fullnaðarsigrinum hafi enn ekki verið náð,“ segir Ísak Ernir.Reykjanesbraut.Vísir/VilhelmHeitar umræður spruttu upp á Facebook-síðu hópsins í dag og sagði Guðbergur í samtali við RÚV að róttækar aðgerðir virðast vera „eina leiðin til að ná eyrum ráðamanna“.Óánægður með samgönguáætlun Ísak kveðst þessu ósammála. „Stöndum saman og vinnum málin á eðlilegan máta: í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna. Samgönguáætlun er til umfjöllunnar á Alþingi og er ekki útséð með að henni verði breytt okkur til hagsbóta! Það skal þó skýrt tekið fram að samgönguáætlun Sigurðar Inga olli mér MIKLUM vonbrigðum! Áætlun með kolrangri forgangsröðun!“ Í samgönguáætlun ríkisstjórnar hefur tvöföldun Reykjanesbrautar verið sett á fimmtán ára áætlun.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15
Banaslys á Reykjanesbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. 28. október 2018 11:34