
Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.
Uppfært 04:14
Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162.
Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar.
Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi.
Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.
Uppfært 04.49
Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni.
Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi.
Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum.
Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnum
Uppfært 05:06
Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8.
Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð.
Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.
WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85
— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018
Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n
— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018