Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 14:19 Friðrik Dór ber síðara eiginnafni sínu vel söguna. Fréttablaðið/Eyþór Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00
Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49