Mathallir fagna fleiri mathöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2018 11:13 Frá mathöllinni á Granda. Vísir/Vilhelm Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17. Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17.
Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54
Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur