Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2018 11:33 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt." Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt."
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58