Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 19:19 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“ Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“
Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12