Benda á borgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 23:27 Bragginn er afar umdeildur. Vísir/Vilhelm Arkibúllan, arkitektastofan sem hannað enduruppbyggingu braggans í Nauthólsvík, segir að verkið hafi aðeins verið unnið í samræmi við óskir Reykjavíkurborgar. Ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana hafi verið Reykjavíkurborgar.Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Arkibúllunnar þar sem þess er óskað að fjölmiðlar beini fyrirspurnum um enduruppbyggingu braggans til Reykjavíkurborgar. Þar segir að eftirlit stofunnar með verkinu hafi aðeins falist í því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og að verkin væru sannarlega unnin. „Það var Reykjavíkurborg sem gerði alla samninga við verktaka, ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana á öllum stigum framkvæmda og ákvað að beita ekki útboðum í verkinu,“ segir í yfirlýsingunni.Verkfræðistofan Efla sendi frá sér sambærilega tilkynningu en þar segir að hlutverk Eflu við framkvæmdina hafi verið áðgjöf í burðarþolshönnun, loftræsihönnun, hönnun hita- og neysluvatnslagna, raflagnahönnun, lýsingarhönnun, brunahönnun og hljóðhönnun auk ýmissar ráðgjafar við undirbúning verksins. Efla hafi rukkað Reykjavíkurborg um 27 milljónir króna vegna þess. Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir. Meðal annars voru keypt strá sem gróðursett voru umhverfis braggann fyrir alls 757 þúsund krónur. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg voru keyptar 800 grasplöntur sem hver kostaði tæpar 950 krónur. Þá nam kostnaður vegna gróðursetningar um 400 þúsundum sem gerir alls eina milljón og 157 þúsund krónur. Borgarstjórn Tengdar fréttir Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Arkibúllan, arkitektastofan sem hannað enduruppbyggingu braggans í Nauthólsvík, segir að verkið hafi aðeins verið unnið í samræmi við óskir Reykjavíkurborgar. Ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana hafi verið Reykjavíkurborgar.Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Arkibúllunnar þar sem þess er óskað að fjölmiðlar beini fyrirspurnum um enduruppbyggingu braggans til Reykjavíkurborgar. Þar segir að eftirlit stofunnar með verkinu hafi aðeins falist í því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og að verkin væru sannarlega unnin. „Það var Reykjavíkurborg sem gerði alla samninga við verktaka, ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana á öllum stigum framkvæmda og ákvað að beita ekki útboðum í verkinu,“ segir í yfirlýsingunni.Verkfræðistofan Efla sendi frá sér sambærilega tilkynningu en þar segir að hlutverk Eflu við framkvæmdina hafi verið áðgjöf í burðarþolshönnun, loftræsihönnun, hönnun hita- og neysluvatnslagna, raflagnahönnun, lýsingarhönnun, brunahönnun og hljóðhönnun auk ýmissar ráðgjafar við undirbúning verksins. Efla hafi rukkað Reykjavíkurborg um 27 milljónir króna vegna þess. Töluvert hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í fjölmiðlum en kostnaður við þær fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir. Meðal annars voru keypt strá sem gróðursett voru umhverfis braggann fyrir alls 757 þúsund krónur. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg voru keyptar 800 grasplöntur sem hver kostaði tæpar 950 krónur. Þá nam kostnaður vegna gróðursetningar um 400 þúsundum sem gerir alls eina milljón og 157 þúsund krónur.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12