Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 19:00 Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór. Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór.
Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30
Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30
Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37