Setningarnar sem aldrei heyrast frá erlendum ferðamönnum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 16. október 2018 08:30 Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum. vísir/vilhelm Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira