Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 10:54 Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael fylgist með heræfingu. EPA/ATEF SAFADI Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu. Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu.
Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“