Krefjast þess að greinar þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 13:33 Brigham and Women's-sjúkrahúsið er stærsta háskólasjúkrahús Harvard. Vísir/Getty Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó. Vísindi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó.
Vísindi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira